Myndamen

 

 n1459764438_34151_8914

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndum, skartgripagerð, hönnun..og já bara öllu á milli himins og jarðar : ). Fyrir ekki svo löngu síðan ákvað ég að sameina þessi áhugamál og voila! ljósmyndaskartgripirnir mínir urðu til.


Ég á 2 yndisleg börn sem hafa í gegnum tíðina verið mikið mynduð, og síðan ég smíðaði fyrsta menið ( þar sem ég skartaði þeim að sjálfsögðu ) hef ég fengið það mikil jákvæð og skemmtileg viðbrögð, að ég ákvað að kanna hvort að fleiri vildu eignast svona grip.

Hugmyndin er sú að þeir sem hafa áhuga sendi mér myndir á; myndamen@gmail.com sem ég síðan vinn að óskum þeirra.

Þetta getur verið mynd af einhverjum/einhverju sem er viðkomandi kær og er alls ekki bundið við ljósmyndir ( en verður þó að vera á tölvutæki formi ) þetta getur því þessvegna verið grafísk mynd, lítið listaverk...já, bara hvað sem er : )

Ljósmyndina vinn ég svo og geri svarthvíta, brúntóna eða í lit, allt eftir smekk viðkomandi.

Myndamenið með venjulegri silfurkeðju kostar 3.500


Myndirnar hér fyrir neðan eru hugsaðar sem hugmyndabanki. Eins og er ætla ég mér eingöngu að smíða menin ( ég er í námi og verð að sjá hvernig tíminn nýtist mér : )
En það er á döfunni að bjóða upp á ýmislegt eins og t.d perluarmband ( eins og á myndinni ), perlufestar og ýmislegt fleira.


Til glöggvunar þá eru myndamenin unnin úr silfurtini og gleri.

Hérna eru svo smá leiðbeiningar;

Til að myndin njóti sín, þá er um að gera að velja skýra og góða mynd af viðfangsefninu. Portrettmyndir henta hvað best.

Myndin þarf helst að vera tekin í "portrett" en ekki "landscape", semsagt frekar á lóðréttu, en láréttu formi.

Ef þú ert ekki viss hvort myndin hentar, þá er um að gera að hafa samband og við finnum út úr því í sameiningu : )

Annað:

Afhendingartími er 5 dagar...svona að öllu jöfnu

Takk fyrir innlitið!

Erla

 

n1459764438_34150_8471

 

 n1459764438_34149_7936

 

 

 

n1459764438_34153_9849

 

n1459764438_34152_9383

 

n1459764438_34151_8914

 

n1459764438_34154_6508

 

 


Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Guðdómlega fallegt :) Bíð spennt eftir mínu!!!!

Erna Lilliendahl, 4.9.2008 kl. 17:35

2 identicon

Sæl Erla.

Mikið er þetta fallegt, ég get hugsað mér að panta hjá þér svona hálsmen við tækifæri.

Með bestu kveðju,

Inga Rós

Inga Rós (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 12:04

3 identicon

Hæ Erla

Takk fyrir commentið á mína síðu Endilega ef þú átt leið um London láttu heyra í þér, ég er með nóg pláss hérna

En mikið er þetta falleg hálsmen hjá þér, þú færð alltaf svo sniðugar hugmyndir, mig alveg dauðlangar í svona. Kannski ég plati þig einn daginn í að gera svona, ég sé að þetta væri alveg snilld í jólagjafir handa ömmum og svona

Kveðja Laufey í London

Laufey (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 12:35

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þvílík snilldarhugmynd! Þú ert búin að redda jólunum á mínu heimili. Afmæli í nóv og hvaðeina.

Gangi þér vel með þetta elsku Erla mín 

Heiða Þórðar, 5.9.2008 kl. 21:08

5 identicon

Þetta er alveg snilldarhugmynd!! Rosalega falleg og sniðug gjöf  :D 

Þú er algjör snillingur :)

knús

Ausa

Auður (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband